Mikilvægt útspil. S-Enginn Norður &spade;Á65 &heart;105 ⋄K108 &klubs;ÁDG107 Vestur Austur &spade;KD983 &spade;1072 &heart;ÁD82 &heart;G76 ⋄93 ⋄Á76 &klubs;65 &klubs;7432 Suður &spade;G4 &heart;K943 ⋄DG542 &klubs;K8 Suður spilar 3G.

Mikilvægt útspil. S-Enginn

Norður
Á65
105
K108
ÁDG107

Vestur Austur
KD983 1072
ÁD82 G76
93 Á76
65 7432

Suður
G4
K943
DG542
K8

Suður spilar 3G.

Danirnir Lauge Schäffer og Jonas Houmöller nota tvíræða laufopnun úr Gulrótarkerfinu: 16+ og allar skiptingar eða 9-11 flatir. Það skýrir opnun Houmöllers í suður á laufi. Ómar Olgeirsson kom inn á 1 og Schäffer stökk í 3 í merkingunni „segðu þrjú grönd, makker, með flata lágmarkið“. Houmöller gerði eins og um var beðið. Nú valt allt á útspili Ómars. Háspaði tryggir vörninni sjö slagi, en lítill spaði snargefur samninginn.

Ómar lagði niður Á. Einn niður, samkvæmt reikniforritinu GIB, en þá verður framhaldið að vera hárnákvæmt. Það reyndist vera. Ómar skipti yfir í K í öðrum slag. Houmöller dúkkaði og Ómar skipti aftur um hest, spilaði hjarta upp á gosa og kóng. Ragnar Magnússon notaði svo innkomu sína á Á til að spila hjarta í gegnum sagnhafa og Ómar tók þar tvo slagi á D8. Einn niður.

Hinum megin kom Lars Blakset út með K. Þrír niður á augabragði.