Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg hefur samþykkt gistileyfi í 38 íbúðum í nýju fjölbýlishúsi við Bríetartún. Með því hefur synjun umhverfis- og skipulagsráðs verið snúið við í málinu. Hafði umsókninni áður verið hafnað.

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Reykjavíkurborg hefur samþykkt gistileyfi í 38 íbúðum í nýju fjölbýlishúsi við Bríetartún. Með því hefur synjun umhverfis- og skipulagsráðs verið snúið við í málinu. Hafði umsókninni áður verið hafnað.

Umsóknin hefur vakið athygli. Það er enda sennilega án fordæma að svo margar íbúðir í nýju húsi séu leigðar út til ferðamanna. Miðað við þrjá gesti í hverri íbúð jafnast þetta á við 50 herbergja borgarhótel.

Kaupverð íbúðanna sem um ræðir er á þriðja milljarð. Fjárfestingin er því á við meðalstórt hótel.

Alls rúmlega 1.900 gestir

Mikil eftirspurn er eftir gistileyfum í Reykjavíkurborg. Má nefna að frá aprílbyrjun hefur umhverfis- og skipulagsráð tekið fyrir umsóknir um gistirými fyrir samtals rúmlega 1.900 gesti. Af þeim hafa rými fyrir tæplega 800 gesti verið samþykkt.

Athygli vekur að fjöldi hótela og gististaða er áformaður við Grensásveg norðan Miklubrautar. Nánast heill götuhluti til vesturs gæti breyst í hótel- og leiguíbúðir næstu misseri.

Þessar umsóknir benda til að fjárfestar búist við fjölgun ferðamanna.