— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lagði Slóvena að velli, 2:0, á Laugardalsvellinum í gærkvöld þar sem miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lagði Slóvena að velli, 2:0, á Laugardalsvellinum í gærkvöld þar sem miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir skoraði bæði mörkin. Úrslitin þýða að Ísland er með eins stigs forystu í riðlinum þegar tveimur umferðum er ólokið og mætir Þýskalandi á Laugardalsvelli 1. september. Takist íslenska liðinu að sigra kemst það í lokakeppni HM í fyrsta skipti í sögunni. Íþróttir