Listaverk Í minningu skiptapa eftir Einar. Til minningar um áhöfn franska rannsóknarskipsins Pourquoi pas? árið 1936 og er í Saint-Malo á Bretaníuskaga.
Listaverk Í minningu skiptapa eftir Einar. Til minningar um áhöfn franska rannsóknarskipsins Pourquoi pas? árið 1936 og er í Saint-Malo á Bretaníuskaga.
Einar Jónsson (1874-1954) var brautryðjandi meðal íslenskra listamanna. Um tvítugt hóf hann listnám í Kaupmannahöfn og dvaldist ytra í áratugi.

Einar Jónsson (1874-1954) var brautryðjandi meðal íslenskra listamanna. Um tvítugt hóf hann listnám í Kaupmannahöfn og dvaldist ytra í áratugi. Meðal verka hans má nefna styttur í Reykjavík af Ingólfi Arnarsyni, Kristjáni IX Danakonungi, Jónasi Hallgrímssyni skáldi og Jóni Sigurðssyni forseta. Einnig má nefna verkið Útlagann við Melatorg.

Í Reykjavík lét Einar reisa bygginguna Hnitbjörg á Skólavörðuholti, hvar var vinnustofa hans og heimili. Þar er nú Listasafn Einars Jónssonar, en bæði í húsinu og garði þess eru verk myndhöggvarans til sýnis.

Mannskæð slys urðu Einari að efnivið. Eitt verka hans er Í minningu skiptapa og er til minningar um áhöfn franska rannsóknarskipsins Pourquoi pas? Það fórst í Straumsfirði á Mýrum árið 1936. Skipið var gert út frá borginni Saint-Malo á Bretaníuskaga í Frakklandi og þar var afsteypu af verkinu komið upp fyrir 20 árum. Önnur slík er á Fáskrúðsfirði.