— Morgunblaðið/Hari
Arnór Ingvi Traustason varð 25 ára gamall hinn 30. apríl. Hann er nú á leið á sitt annað stórmót með íslenska landsliðinu. Arnór Ingvi skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma gegn Austurríki á EM í Frakklandi með síðustu spyrnu leiksins.

Arnór Ingvi Traustason varð 25 ára gamall hinn 30. apríl. Hann er nú á leið á sitt annað stórmót með íslenska landsliðinu. Arnór Ingvi skoraði sigurmark Íslands í uppbótartíma gegn Austurríki á EM í Frakklandi með síðustu spyrnu leiksins. Ævíntýralegur sprettur hans upp vinstri kantinn á sama tíma og Birkir Bjarnason skeiðaði upp hægri kantinn með boltann verður lengi í minnum hafður, ekki síður en markið. Markið innsiglaði keppnisrétt íslenska landsliðsins í 16-liða úrslitum.

Arnór Ingvi byrjaði að leika knattspyrnu með Njarðvík en færði sig 17 ára gamall til Keflavíkur. Hann var með Keflavík í þrjú ár en var um skeið lánaður til Sandnes Ulf í Noregi 2010. Arnór Ingvi gekk til liðs við IFK Norrköping 2014, fór þaðan til Rapid Vín 2016 og gekk til liðs við Malmö FF á þessu ári.

Arnór Ingvi á að baki 19 A-landsleiki sem hann hefur skorað í fimm mörk. Hann á jafnmarga leiki með yngri landsliðunum.