[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Irma Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í flokki 23 ára og yngri í sjöþraut í frjálsum íþróttum í Ullensaker í Noregi á sunnudag. Irma sigraði með yfirburðum í keppninni. Hún fékk 5.403 stig og var 221 stigi á undan næstu konu.

* Irma Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í flokki 23 ára og yngri í sjöþraut í frjálsum íþróttum í Ullensaker í Noregi á sunnudag. Irma sigraði með yfirburðum í keppninni. Hún fékk 5.403 stig og var 221 stigi á undan næstu konu.

Benjamín Jóhann Johnsen hafnaði í öðru sæti í tugþraut í aldursflokkinum 20-22 ára. Benjamín hlaut 6.443 stig og var 591 stigum eftir efsta manni, en þetta var fyrsta landsliðsverkefni Benjamíns.

Guðmundur Karl Úlfarsson og Ari Sigþór Eiríksson kepptu einnig í tugþraut í sama aldursflokki og fékk Guðmundur 6.281 stig og Ari Sigþór fékk 6.086 stig. Ragúel Pino Alexandersson lauk einnig keppni í tugþraut í flokki 16-17 ára þar sem hann fékk 6.094 stig og var aðeins fjórum stigum frá lágmarki á EM 2018.

* Kolbeinn Finnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Brentford. Kolbeinn er 18 ára gamall sóknarmaður, en hann kemur til félagsins frá hollenska liðinu Groningen þar sem samningur hans var runninn út.

Kolbeinn hefur verið fastamaður í U21-árs landsliði Íslands, en hann er uppalinn hjá Fylki í Árbænum. Brentford leikur í ensku B-deildinni en Kolbeinn mun æfa með unglingaliðum félagsins til að byrja með.

* Gareth Bale , leikmaður spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, vill bara fara í ensku úrvalsdeildina ef hann ákveður að yfirgefa félagið í sumar. Bale hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid undanfarin ár en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina.

* Patrick Vieira, fyrrverandi fyrirliði knattspyrnuliðs Arsenal, tekur við þjálfun franska 1. deildarfélagsins Nice, sem leitað hefur að þjálfara síðustu daga. Vieira hefur verið knattspyrnustjóri New York City í bandarísku MLS-deildinni frá árinu 2016.