• Þýski markahrókurinn Miroslav Klose skoraði flest mörk á HM 2006, fimm, eins og hann gerði reyndar einnig fjórum áður áður þótt það nægði honum ekki þá til þess að verða markakóngur keppninnar.

• Þýski markahrókurinn Miroslav Klose skoraði flest mörk á HM 2006, fimm, eins og hann gerði reyndar einnig fjórum áður áður þótt það nægði honum ekki þá til þess að verða markakóngur keppninnar. Klose bætti fjórum mörkum við á HM 2010 og tveimur til viðbótar á HM 2014. Hann er sá markahæsti í sögu HM með 16 mörk.

• Frakkinn Zinedine Zidane var valinn besti leikmaður HM 2006. Hann lauk sigursælum knattspyrnuferli í lokaleik mótsins og hefði eflaust viljað að endahnúturinn hefði verið annar. Zidane fékk rautt spjald undir lok framlengingar á úrslitaleiknum eftir að hafa skallað Ítalann Marco Materazzi . Landi Materazzi, Fabio Cannavaro , varð annar. Ítalinn Andrea Pirlo , hafnaði í þriðja sæti.

• Af 147 mörkum sem skoruð voru á HM 2006 voru fjögur þeirra sjálfsmörk. Auk Portúgalans Petit, sem sagt er frá frá hér til hliðar þá skoruðu, Bandaríkjamaðurinn Cristian Zaccardo , Paragvæinn Carlos Gamarra og Brent Sancho frá Trínidad og Tóbago í eigið mark í leikjum keppninnar. Þetta var í eina sinn á landsliðsferlinum sem Sancho skoraði mark.

• Met var slegið á mótinu í fjölda gulra og rauðra spjalda. Alls var leikmönnum sýnt gula spjaldið 345 sinnum. Rauða spjaldið fór 28 sinnum á loft hjá dómurum keppninnar. Þar sá Rússinn Valentin Ivanov þann kost vænstan að lyfta gula spjaldinu 16 sinnum og rauða spjaldinu fjórum sinnum í viðureign Portúgal og Hollands í 16-liða úslitum.