Lífríki Margt forvitnilegt leynist í gróðri sem gaman er fyrir krakka að kynnast.
Lífríki Margt forvitnilegt leynist í gróðri sem gaman er fyrir krakka að kynnast.
Á morgun, miðvikudaginn 13. júní, fá fróðleiksfúsir Íslendingar tækifæri til að skoða skordýr í Ellliðaárdal í Reykjavík með vísindamönnum Háskóla Íslands.

Á morgun, miðvikudaginn 13. júní, fá fróðleiksfúsir Íslendingar tækifæri til að skoða skordýr í Ellliðaárdal í Reykjavík með vísindamönnum Háskóla Íslands. Háskólafólk og Ferðafélag barnanna ætla þá í rannsóknaferð um dalinn þar sem leitað verður skordýra í laufi og vatni. Lagt verður upp í gönguna kl. 17 og mæting er við gömlu rafstöðina.

Líklega mun göngufólk sjá mýflugur, humlur, feta, blaðlýs, bjöllur og fjölmargar tegundir af lirfum, til dæmis fiðrildalirfur, mýlirfur og vorflugulirfur. Nemendur í líffræði við HÍ leiða gönguna og mæta með smásjár og ýmsan búnað til auðvelda skoðun á þessum smádýrum. Gert er ráð fyrir að gönguferðin taki um tvær klukkustundir. Göngumenn eru hvattir til að taka með sér stækkunargler til að njóta betur þeirra undra sem fyrir augu ber og vaðstígvél því líklega verður blautt á.

Tegundum skordýra hefur fjölgað mikið á Íslandi síðustu áratugina. Hlýnun getur valdið því að fleiri skordýrategundir nái upp stofni hérlendis. Á síðustu árum hafa bæst við tvö til þrjú hundruð nýjar tegundir og eru tegundir stöðugt að bætast við. Mest áberandi á Íslandi eru nýjar humlur auk þess sem fjöldi nýrra fiðrildategunda er kominn í fánuna.