Le Lapérouse Skipið er væntanlegt til Íslands seinna í mánuðinum.
Le Lapérouse Skipið er væntanlegt til Íslands seinna í mánuðinum.
Nýju skemmtiferðaskipi, Le Lapérouse, verður gefið formlegt nafn við athöfn í Hafnarfjarðarhöfn þriðjudaginn 10. júlí næstkomandi. Slíkar athafnir eru ekki daglegt brauð á Íslandi.

Nýju skemmtiferðaskipi, Le Lapérouse, verður gefið formlegt nafn við athöfn í Hafnarfjarðarhöfn þriðjudaginn 10. júlí næstkomandi. Slíkar athafnir eru ekki daglegt brauð á Íslandi.

Skipið var tekið í notkun í maí síðastliðnum og kemur í fyrsta sinn til Hafnarfjarðar 19. júní. Það verður í ferðum frá Íslandi fram á haust og færir sig þá á Miðjarðarhafið.

Ponant Explorers gerir skipið út. Fyrirtækið hyggst á næstu árum smíða fimm skip til viðbótar eftir sömu teikningu. Skipin eru 10 þúsund brúttótonn og 131 metri að lengd. Þau munu geta tekið 180 farþega og eru smíðuð í Noregi. Mikill íburður verður um borð í skipunum.

Ponant Explorers hefur sérhæft sig í ferðum á norðurslóðum.

Þá hefur Ponant gengið frá pöntun á 30 þúsund brúttótonna skipi, sem kynnt er til sögunnar sem „lúxusísbrjótur“. Það mun taka 270 farþega og mun sigla í norðurhöfum. Skipið verður fyllbyggt árið 2021. sisi@mbl.is