— AFP
N'Golo Kanté fæddist í París fyrir rúmum 27 árum. Hann þykir vera einstaklega mikilvægur leikmaður fyrir franska landsliðið sem nú ætlar að freista þess að blanda sér í verðlaunabaráttu á HM í Rússlandi.

N'Golo Kanté fæddist í París fyrir rúmum 27 árum. Hann þykir vera einstaklega mikilvægur leikmaður fyrir franska landsliðið sem nú ætlar að freista þess að blanda sér í verðlaunabaráttu á HM í Rússlandi.

Kanté er varnartengiliður er sérlega öflugur í að brjóta á bak aftur sóknarleik andstæðinganna. Ekki nóg með heldur er hann einnig útsjónarsamur við að byggja upp sóknarleikinn jafnharðan og boltinn hefur verið unninn. Þykir Kanté minna um margt á þann farsæla og harðskeytta Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með franska landsliðinu í lok síðustu aldar og í upphaf þessarar. Auk þess eiga þeir sameiginlegt að hafa leikið með Chelsea.

Kanté sló í gegn með Leicester leiktíðina sem liðið varð óvænt enskur meistari, 2015/2016. Þá um sumarið keypti Chelsea kappann. Kanté hefur klæðst franska landsliðsbúningum 24 sinnum og skorað eitt mark. Áður en Kanté kom til Leicester 2015 hafði hann leikið með Boulogne og Caen.