Hörður Björgvin Magnússon
Hörður Björgvin Magnússon — Morgunblaðið/Eggert
Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Hörður Björgvin Magnússon, tekur föggur sína hjá Bristol City að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi og flytur til Moskvu. Þar gerist hann leikmaður CSKA Moskvu. Félagið greindi frá þessu í gærmorgun.

Íslenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Hörður Björgvin Magnússon, tekur föggur sína hjá Bristol City að loknu heimsmeistaramótinu í Rússlandi og flytur til Moskvu. Þar gerist hann leikmaður CSKA Moskvu. Félagið greindi frá þessu í gærmorgun. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Hörður Björgvin, sem er 25 ára gamall og uppalinn í Fram, hefur spilað með Bristol City tvö síðustu tímabil en lék þar áður með ítölsku liðunum Spezia og Cesena þar sem hann var í láni frá Juventus.

Hörður verður því fjórði Íslendingurinn sem spilar í rússnesku deildinni, en fyrir eru þeir Ragnar Sigurðsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Sverrir Ingi Ingason sem eru allir samningsbundnir Rostov. iben@mbl.is