Í tilefni Jónsmessunætur mun Borgarsögusafn Reykjavíkur bjóða upp á menningar- og náttúrugöngu sem byrjar á Árbæjarsafni nk. laugardagskvöld, 23. júní, kl. 22.30.
Gengið verður um Elliðaárdal, staldrað við á völdum stöðum og fjallað um íslenska þjóðtrú og sögu svæðisins. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir gönguna og kíkt verður í heimsókn til Jóns Sveinbjörnssonar prófessors, en sonur hans, Halldór, mun leiða göngufólk um þessa földu perlu í borgarlandinu.
Þátttaka í göngunni er ókeypis og allir eru velkomnir, að því er fram kemur í tilkynningu frá Borgarbókasafni.