Grínleikarinn Will Ferrell mun leika í kvikmynd sem fjallar um Eurovision-söngkeppnina. Samkvæmt frétt The Guardian mun hann einnig skrifa myndina ásamt Andrew Steele sem hann hefur áður unnið handritin að Casa de mi Padre og A Deadly Adoption með.
Sást til leikarans á Eurovision í Lissabon í maí, en hann segist vera mikill aðdáandi keppninnar síðan sænsk eiginkona hans kynnti honum hana árið 1999. Eurovision hefur notið sívaxandi vinsælda síðan hún hófst árið 1956 og einar 186 milljónir manna horfðu á útsendingu hennar í maí sl.
Næst mun Ferrell sjást á hvíta tjaldinu í hutverki Sherlocks í grínmyndinni Holmes and Watson . John C. Reilly leikur Watson, Ralph Fiennes illmennið Moriarty og Hugh Laurie er bróðir hans, Mycroft.