— Morgunblaðið/Ómar
21. júní 1986 Fyrsta vatnsrennibraut á Íslandi var tekin í notkun. Hún var við Hótel Örk í Hveragerði og var 50 metra löng. 21. júní 1991 Perlan, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur í Öskjuhlíð, var formlega tekin í notkun.

21. júní 1986

Fyrsta vatnsrennibraut á Íslandi var tekin í notkun. Hún var við Hótel Örk í Hveragerði og var 50 metra löng.

21. júní 1991

Perlan, útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur í Öskjuhlíð, var formlega tekin í notkun. Húsið er 24 þúsund rúmmetrar á sjö hæðum. Byggingarkostnaður var 1,3 milljarðar króna.

21. júní 2000

Síðari Suðurlandsskjálftinn reið yfir kl. 00:51. Hann mældist 6,6 stig og átti upptök við Hestfjall í Árnessýslu. ,,Skelfing greip um sig,“ sagði DV. Tjón í þessum skjálfta og þeim fyrri, sem varð 17. júní, er talið hafa numið á annan milljarð króna. Meðal annars eyðilögðust 34 hús.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson