[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Einn Íslendingur er í úrvalsliði 1. umferðar á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi hjá netmiðlinum 101 Great Goals og hjá ESPN, Hannes Þór Halldórsson .

* Einn Íslendingur er í úrvalsliði 1. umferðar á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi hjá netmiðlinum 101 Great Goals og hjá ESPN, Hannes Þór Halldórsson .

Honum er stillt upp sem markverði í úrvalsliðinu, en Hannes átti frábæran leik á móti Argentínu og kórónaði frammistöðu sína þegar hann varði vítaspyrnu frá besta knattspyrnumanni heims að margra mati, Lionel Messi .

*Íslandsmeistarar Fram í handknattleik kvenna hafa gert samning við Erlu Rós Sigmarsdóttur markvörð. Hún kemur í Safamýrina frá ÍBV. Erlu Rós er ætlað að fylla skarð Guðrúnar Óskar Maríasdóttur sem nýverið gekk til liðs við Stjörnuna.

Erla Rós er 21 árs og hefur leikið með ÍBV allan sinn feril. Hún lék 19 af 21 leik með ÍBV í Olísdeildinni á síðustu leiktíð. Erla Rós var valin í æfingahóp landsliðsins sem tilkynnt var um fyrr í vikunni.

* John Obi Mikel , fyrirliði nígeríska landsliðsins í knattspyrnu, segir að lið sitt hafi enn allt í sínum höndum varðandi möguleikana á að komast áfram úr D-riðli heimsmeistaramótsins í Rússlandi, en Nígería og Ísland mætast í Volgograd á morgun. „Við erum mjög bjartsýnir og fullir sjálfstrausts því við erum enn með allt í okkar höndum. Það er bara spurning um hversu mikið við viljum þetta. Úrslitin gegn Króötum voru okkur vonbrigði en við getum bætt fyrir það,“ sagði Mikel á fréttamannafundi í gær.

*Birgir Leifur Hafþórsson verður á meðal keppenda á BMW International, sem er stórt mót á Evrópumótaröðinni og hefst á morgun. Nokkrar stórstjörnur í golfíþróttinni eru skráðar til leiks í mótinu. Einn besti kylfingur heims um þessar mundir, Tommy Fleetwood frá Englandi, er á meðal keppenda en einnig Sergio Garcia , Martin Kaymer , Ernie Els , Jose Maria Olazabal og Thomas Björn svo einhverjir séu nefndir.