Bílgreinasambandið María Jóna Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Hún tekur við starfinu af Özuri Lárussyni.
Bílgreinasambandið
María Jóna Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Hún tekur við starfinu af Özuri Lárussyni.
María hefur starfað í bílgreininni í tæpa tvo áratugi, nú síðast sem framkvæmdastjóri viðskiptatengsla og svo sölusviðs Heklu.
María útskrifaðist með MS.c. í fjármálum og stefnumótun frá Copenhagen Business School árið 2012 og áður með BS.c. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. María hefur þegar hafið störf hjá sambandinu.