Hver Kraumandi jörð við Gunnuhver á Reykjanesi þar sem stundum skelfur.
Hver Kraumandi jörð við Gunnuhver á Reykjanesi þar sem stundum skelfur. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Jarðskjálftar eru mjög háðir aðstæðum í hverju landi, til dæmis dvínun bylgna með fjarlægð frá upptökum,“ segir Símon Ólafsson. Hann segir því nauðsynlegt að gera rannsóknir í hverju landi fyrir sig.

„Jarðskjálftar eru mjög háðir aðstæðum í hverju landi, til dæmis dvínun bylgna með fjarlægð frá upptökum,“ segir Símon Ólafsson. Hann segir því nauðsynlegt að gera rannsóknir í hverju landi fyrir sig. Útbúið er svokallað þjóðarskjal fyrir hvert land sem er hluti af evrópskum hönnunarstaðli jarðskjálfta, sem nefnist Eurocode. Skjal Íslands er byggt á grunni þeirra upplýsinga sem hröðunarmælingar á jarðskjálftum hafa skilað, það er hvernig mannvirki sveiflast.

„Nú liggja fyrir margvíslegar upplýsingar en það eru líka eyður sem nauðsynlegt er að fylla inn í. Langt er síðan jarðskjálfti varð austast á Suðurlandsundirlendinu, sem við vitum að getur orðið að minnsta kosti 7 að stærð. Einnig er vitað að stórir jarðskjálftar geta orðið fyrir norðan og á Reykjanesi. Þetta þurfum við að kanna betur.“