Kári Sturluson
Kári Sturluson — Morgunblaðið/Kristinn
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 9. maí um að fallast á þá kröfu tónlistarhússins Hörpu að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans KS Productions slf.

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá því 9. maí um að fallast á þá kröfu tónlistarhússins Hörpu að tónleikahaldarinn Kári Sturluson og fyrirtæki hans KS Productions slf. verði úrskurðuð gjaldþrota í tengslum við mál vegna tónleika Sigur Rósar í Hörpu í vetur. Þá er Kára gert að greiða Hörpu 248 þúsund kr. í kærumálskostnað, segir á mbl.is.

Sigur Rós og Harpa riftu samningum við félagið KS Productions um tónleikahald hljómsveitarinnar í Hörpu seint á síðasta ári eftir að greint var frá því að tónleikahaldari sem hefði unnið með Sigur Rós hefði fengið 35 millj. kr. fyrirframgreiðslu af miðasölu tónleikanna hjá Hörpu. Farið var fram á kyrrsetningu á eignum Kára og honum stefnt til greiðslu á 35 millj.kr.