Í kvöld, fimmtudaginn 21. júní, verður efnt til sólstöðugöngu í Viðey í tilefni af því að nú er sólargangur lengstur hér á norðurhveli jarðar. Þór Jakobsson, veðurfræðingur og einn af upphafsmönnum þessarar göngu, mun segja frá sólstöðum og hefðum tengdum þeim. Gerður Kristný verður með hugvekju í göngunni sem Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns, fer fyrir.
Gengið verður um sögulegar slóðir á vesturhluta Viðeyjar og staðnæmst í fjöruborðinu við varðeld. Gönguleiðin er hæfileg og að mestu á sléttu undirlagi. - Siglt verður frá Skarfabakka kl. 20:00 og til baka ekki seinna en kl. 23.