„Miðað við verð á kvóta undanfarin misseri held ég að þessar minnstu útgerðir nái alveg að bjarga sér með sölu aflaheimilda,“ segir Gunnar, spurður hvort útlit sé fyrir að margar útgerðir stefni í gjaldþrot á næstu mánuðum.

„Miðað við verð á kvóta undanfarin misseri held ég að þessar minnstu útgerðir nái alveg að bjarga sér með sölu aflaheimilda,“ segir Gunnar, spurður hvort útlit sé fyrir að margar útgerðir stefni í gjaldþrot á næstu mánuðum. „Ekki nema allir ætli sér að selja kvótann sinn á sama tíma.“

Hann segir það ljóst að ekki muni allir ráða við að greiða yfirvofandi veiðigjöld. „Hvort sem þau eru raunhæf eða ekki, það er annar kafli út af fyrir sig. En eins og staðan er í dag þá eru þau þarna og þá verða menn að vinna með þeim, á meðan þeim er ekki breytt,“ segir Gunnar.

„Vonandi finnst lausn á þeim sem fyrst, þetta er auðvitað stórskrýtið að reyna að reka sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi, þú veist aldrei hvað stjórnvöld ætla að gera næst. Það er ekki ýkja gott rekstrarumhverfi en það jákvæða er að íslensku fiskistofnarnir virðast vera í góðu ástandi og fiskurinn er að seljast.“