Samkvæmt nýrri breskri rannsókn sem frá segir á BBC verða 43% tónlistarhátíðargesta undir 40 ára fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. 22% allra gesta upplifa það og þar af 30% allra kvenna. Í 70% tilvika er gerandinn ókunnugur fórnarlambinu.
YouGov framkvæmdi rannsóknina að beiðni Press Association og í ljós kom að konur tilkynna einungis 1% slíkra uppákoma til hátíðarstarfsfólks, en karlar 19%.
Ýmis félagasamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi hafa tjáð sig um sláandi niðurstöður rannsóknarinnar. Flestum komu þær ekki á óvart og augljóst þykir að skipuleggjendur hátíðanna verði að koma á öruggari gæslu og hertu eftirliti. Grípa þurfi í taumana strax svo slík hegðun verði ekki eðlilegur hluti hátíðarhaldanna.