Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík og Verkmenntaskóla Austurlands rann út hinn 11. júní. Tvær sóttust eftir stöðu skólameistara á Húsavík en ein í Neskaupstað, segir á mbl.is. Þær Herdís Þ.

Umsóknarfrestur um stöðu skólameistara við Framhaldsskólann á Húsavík og Verkmenntaskóla Austurlands rann út hinn 11. júní. Tvær sóttust eftir stöðu skólameistara á Húsavík en ein í Neskaupstað, segir á mbl.is. Þær Herdís Þ. Sigurðardóttir, settur skólameistari, og Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari sóttust eftir stöðunni við Framhaldsskólann á Húsavík. Mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst ein umsókn um stöðu skólameistara við Verkmenntaskóla Austurlands frá Lilju Guðnýju Jóhannesdóttur framhaldsskólakennara.

Miðað er við að skipað verði í embættið til fimm ára frá og með 1. ágúst næstkomandi.