[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Edda Björgvinsdóttir hélt að það væri verið að grínast í sér þegar henni var tilkynnt að hún fengi fálkaorðuna og væri borgarlistamaður.
Edda Björgvinsdóttir hélt að það væri verið að grínast í sér þegar henni var tilkynnt að hún fengi fálkaorðuna og væri borgarlistamaður. Í viðtali við Ísland vaknar sagði hún margt hafa breyst á þeim 40 árum sem liðin eru síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum. „Þetta kom mér svakalega á óvart. Ég hélt í alvöru að það væri verið að gera grín að mér. Ég átti bara alls ekki von á þessu. Það hefur svo margt breyst síðustu árin og núna er borin virðing fyrir gríninu. Það voru miklir fordómar gagnvart gríni en það hefur breyst,“ sagði Edda í viðtalinu en það má nálgast á k100.is.