1973 Dúfur á vappi í miðbænum.
1973 Dúfur á vappi í miðbænum. — Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Óþrifnaður fylgir dúfum í þéttbýli og hafa ýmis neikvæð orð verið notuð um fuglinn. Á sínum tíma skipulagði Reykjavíkurborg herferð gegn dúfum og fram kemur á Vísindavefnum að á árunum 1954 til 1973 hafi meindýraeyðar borgarinnar aflífað á bilinu 1.

Óþrifnaður fylgir dúfum í þéttbýli og hafa ýmis neikvæð orð verið notuð um fuglinn. Á sínum tíma skipulagði Reykjavíkurborg herferð gegn dúfum og fram kemur á Vísindavefnum að á árunum 1954 til 1973 hafi meindýraeyðar borgarinnar aflífað á bilinu 1.500 til 4.000 dúfur á hverju ári.

Þegar kom fram á áttunda áratuginn tók að draga úr þessu og allan tíunda áratuginn voru vel innan við 500 fuglar deyddir árlega.

Dúfur sjást enn í grennd við Kornhlöðuna í Sundahöfn og í Laugardalnum. Kunnasti dúfnahópurinn í borginni var nálægt Reykjavíkurtjörn og hélt oft til undir þakskeggi og á syllum Miðbæjarskóla, Tjarnarskóla og Iðnó.