Óhætt er að segja að Alexander Ignatov sé máttarstólpi í skógarhöggsþorpinu Puzla. Hann er þar bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Komiles business. Félagið er í senn stærsti vinnuveitandinn og eigandi flestra fasteigna í þorpinu.
Um 400 manns búa í Puzla og starfa um 80 hjá Komiles business. Langflestir eru heimamenn en einnig starfa þar aðkomumenn sem koma og fara. Sumir koma frá nálægum þorpum. Um 50 km eru í næsta þorp. Þykkur skógur skilur þau að.
Veitingasala og lestarstöð
Ásamt því að bera uppi atvinnulíf í þorpinu kemur Komiles business að rekstri veitingasölu, gististaðar og matvöruverslunar. Þá er fyrirtækið með lestarstöð fyrir timburflutninga í skóginum og sér um fólksflutninga til og frá svæðinu. Félagið Komiles business var stofnað 1998. Norvik keypti félagið 2004.
Samkeppnin að aukast
Alexander Ignatov hefur verið framkvæmdastjóri Komiles business frá upphafi.Ignatov segir ný fyrirtæki vera að ryðja sér til rúms í timburiðnaðinum í Komi-fylki. Með því aukist samkeppnin. Hann segir að eftirspurn eftir sumum trjátegundum sé að aukast.