Listræn Ósk Vilhjálmsdóttir kynnir bók og myndlistarverk um íslenska víðáttu.
Listræn Ósk Vilhjálmsdóttir kynnir bók og myndlistarverk um íslenska víðáttu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Myndlistarmennirnir Einar Garibaldi og Ósk Vilhjálmsdóttir eiga bæði verk á sýningunni Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsinu. Þau verða með leiðsögn um sýninguna í kvöld kl. 20.

Myndlistarmennirnir Einar Garibaldi og Ósk Vilhjálmsdóttir eiga bæði verk á sýningunni Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsinu. Þau verða með leiðsögn um sýninguna í kvöld kl. 20. Þar er sjónum beint að verkum sem endurspegla tengsl Íslendinga við víðerni landsins og breytilegt verðmætamat gagnvart náttúrunni.

Á undan leiðsögninni kl. 19 mun Ósk kynna nýútkomna bók sína Land undir fót. Bókin var unnin samtímis innsetningu Óskar á sýningunni, og þar er texti ásamt rúmlega eitt hundrað stillum úr myndbandsupptökum sem Ósk tók við Hálslón við Kárahnjúka.