Talið er að um 190 manns hafi farist þegar ferja sökk á Tobavatni í Indónesíu á mánudag. Sífellt fleiri ættingjar hafa tilkynnt að ástvina þeirra sé saknað.
Talið er að um 190 manns hafi farist þegar ferja sökk á Tobavatni í Indónesíu á mánudag. Sífellt fleiri ættingjar hafa tilkynnt að ástvina þeirra sé saknað. Ferjan sem sökk var einungis með leyfi fyrir 60 manns, tæpan þriðjung þess fjölda sem áætlaður var um borð. Óttast er að margir hafi setið fastir inni í ferjunni þegar hún sökk, en vatnið er afar djúpt. Átján eftirlifendum var bjargað á fyrstu klukkutímunum eftir slysið.