Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Daníel Guðjohnsen var í gær orðaður við spænska knattspyrnufélagið Real Madrid en það er spænski miðillinn Sport sem greindi frá.

Daníel Guðjohnsen var í gær orðaður við spænska knattspyrnufélagið Real Madrid en það er spænski miðillinn Sport sem greindi frá. Daníel er í unglingaakademíu Barcelona og hefur verið þar frá því hann hóf að spila knattspyrnu en faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, lék með Barcelona um árabil.

Samkvæmt fréttum á Spáni er þögult samkomulag á milli Real Madrid og Barcelona um að félögin sæki ekki unga leikmenn í akademíur hvort annars en Andri Guðjohnsen, miðjusonur Eiðs, hefur æft með Espanyol undanfarin ár. Hann gæti hins vegar verið á förum til Real Madrid og því gæti Daníel fylgt í kjölfarið. Spænskir miðlar greina frá því að Eiður vilji ekki sundra fjölskyldunni og sé það ástæðan fyrir því að Daníel sé nú að semja við Real Madrid. bjarnih@mbl.is