HB Grandi Inga Jóna Friðgeirsdóttir mun taka við framkvæmdastjórn botnfisksviðs hjá HB Granda 1. október næstkomandi.
HB Grandi Inga Jóna Friðgeirsdóttir mun taka við framkvæmdastjórn botnfisksviðs hjá HB Granda 1. október næstkomandi.

Breytingarnar eru tilkomnar vegna þess að Svavar Svavarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, lætur af störfum vegna aldurs og Torfi Þ. Þorsteinsson, núverandi framkvæmdastjóri botnfisksviðs, tekur við hans starfi.

Inga Jóna hefur gegnt starfi forstöðumanns fiskþurrkunar síðan 2013. Frá 2004 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Laugafisks og jafnframt sem framkvæmdastjóri hjá Brimi á árunum 2007-2013.