Aron Már Ólafsson
Aron Már Ólafsson
Umfangsmesta verkefnið sem Álfheiður hefur leikstýrt er átaksverkefnið Huguð, á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar í HÍ. „Markmiðið var að sýna jákvæða mynd af geðsjúkdómum, tala um batann og góðu hliðarnar líka.

Umfangsmesta verkefnið sem Álfheiður hefur leikstýrt er átaksverkefnið Huguð, á vegum geðfræðslufélagsins Hugrúnar í HÍ. „Markmiðið var að sýna jákvæða mynd af geðsjúkdómum, tala um batann og góðu hliðarnar líka.“

Verkefnið samanstendur af sjö myndböndum og í hverju þeirra deilir einstaklingur reynslu sinni af geðsjúkdómum og geðröskunum. Meðal þeirra er þjóðþekkt fólk, má þar nefna Aron Má Ólafsson og Völu Kristínu Eiríksdóttur leikara.

Álfheiður segir verkefnið hafa gengið frábærlega. „Þarna fékk ég tækifæri til að spreyta mig á nýjum vettvangi. Það er eitt að fá að leikstýra tónlistarmyndbandi en annað að fá að taka þátt í herferð svona ung.“