Kjör Frá mótmælum ljósmæðra.
Kjör Frá mótmælum ljósmæðra.
Kjarafundur sem fór fram í gær milli samninganefndar ljósmæðra og ríkisins bar ekki árangur. Því er ljóst að ljósmæður stefna að verkfalli um miðjan næsta mánuð í formi yfirvinnubanns.

Kjarafundur sem fór fram í gær milli samninganefndar ljósmæðra og ríkisins bar ekki árangur. Því er ljóst að ljósmæður stefna að verkfalli um miðjan næsta mánuð í formi yfirvinnubanns. Þetta staðfesti Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar, í samtali við mbl.is. Katrín sagði að tíma og undirbúning þyrfti til þess að hefja verkfallið. Gera mætti ráð fyrir að um hálfur mánuður liði þar til það hæfist.

Annar samningafundur verður haldinn á fimmtudaginn eftir viku. Katrín sagðist vona að „bundinn yrði hnútur“ á málið í eitt skipti fyrir öll, enda væri staðan hræðileg og hún óttaðist að að óbreyttu yrðu brátt engar ljósmæður eftir til að berjast fyrir bættum kjörum. Átta uppsagnir bárust daginn fyrir samningafundinn og búast má við enn fleirum náist ekki þóknanlegir kjarasamningar.