Ráðherrar, þingmenn og samstarfsaðilar aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, koma saman til árlegs sumarfundar á mánudag, 25. júní. Fundurinn fer að þessu sinni fram á Sauðárkróki. Guðlaugur Þór Þórðarson stýrir fundinum, en Ísland fer um þessar mundir með formennsku í EFTA.
Efling EFTA-samstarfsins, áframhaldandi þróun fríverslunarsamninga um allan heim og samskiptin við Evrópusambandið verða efst á baugi á fundinum á Sauðárkróki.
Ráðherrarnir funda annars vegar með þingmannanefnd EFTA og hins vegar ráðgjafarnefndinni, segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.