Albert Hafsteinsson
Albert Hafsteinsson
Skagamenn eru áfram á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir auðveldan sigur á nýliðum Magna frá Grenivík, 5:0, í fyrsta leik áttundu umferðar á Akranesi í gærkvöld.

Skagamenn eru áfram á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir auðveldan sigur á nýliðum Magna frá Grenivík, 5:0, í fyrsta leik áttundu umferðar á Akranesi í gærkvöld. Skagamenn eru taplausir og komnir með 20 stig eftir átta leiki. Magnamenn sitja áfram á botninum og hafa tapað sjö af átta fyrstu leikjum sínum. Albert Hafsteinsson, Bjarki Steinn Bjarkason og Steinar Þorsteinsson komu ÍA í þægilega stöðu með þremur mörkum fyrir hlé og Þórður Þorsteinn Þórðarson bætti fjórða markinu við úr vítaspyrnu þegar 20 mínútur voru til leiksloka. Albert gerði annað mark sitt skömmu síðar en hann lagði einnig upp eitt markanna.

Þrír aðrir leikir fóru fram í deildinni í gærkvöld en þeim var ekki lokið þegar Morgunblaðið fór í prentun.