Fimmtánda landsmót Fornbílaklúbbs Íslands verður á Selfossi um helgina. Mótið verður sett á föstudagskvöld en skv. venju verður laugardagurinn helgaður kynningum á bílum og þá verður markaður með handverk, vöfflur, varahluti og fleira.
Fimmtánda landsmót Fornbílaklúbbs Íslands verður á Selfossi um helgina. Mótið verður sett á föstudagskvöld en skv. venju verður laugardagurinn helgaður kynningum á bílum og þá verður markaður með handverk, vöfflur, varahluti og fleira. Tjaldsvæðið á Selfossi verður allt frátekið fyrir félaga fornbílaklúbbsins þessa helgi. Upplýsingar um dagskrá og mótið er að finna á: www.fornbill.is og á www.facebook.com/fornbill/.