„Þegar þetta girðingarefni er notað á leiksvæði eiga gaddar girðingarefnisins að snúa niður. Dæmi eru um að börn skaði hendur og rífi fatnað þegar gaddar girðingarefnis snúa upp,“ segir í handbók Umhverfisstofnunar frá árinu 2012.

„Þegar þetta girðingarefni er notað á leiksvæði eiga gaddar girðingarefnisins að snúa niður. Dæmi eru um að börn skaði hendur og rífi fatnað þegar gaddar girðingarefnis snúa upp,“ segir í handbók Umhverfisstofnunar frá árinu 2012.

Í samtali við Morgunblaðið sagði Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur:

„Sú tegund girðingar sem olli fingurmissi konunnar er algeng í borgarlandinu, m.a. við útivistarsvæði, íþróttavelli, skóla og umferðargötur. Allmörg alvarleg slys hafa orðið, bæði á börnum og fullorðnum, þegar girðingin hefur verið uppsett á þann hátt að gaddarnir snúi upp.“