Hjónin Björg og Snæbjörn við síðustu mjaltir sínar.
Hjónin Björg og Snæbjörn við síðustu mjaltir sínar.
Það er allt fínt að frétta héðan úr Efstadal. Það er reyndar búin að vera leiðindatíð en vonandi fer það að breytast,“ segir Björg Ingvarsdóttir sem á 60 ára afmæli í dag.

Það er allt fínt að frétta héðan úr Efstadal. Það er reyndar búin að vera leiðindatíð en vonandi fer það að breytast,“ segir Björg Ingvarsdóttir sem á 60 ára afmæli í dag.

Hún og eiginmaður hennar, Snæbjörn Sigurðsson, komu á ferðaþjónustu í Efstadal þar sem þau tengdu hana saman við kúabúskapinn sem var þar. Þau komu meðal annars á fót veitingastaðnum Hlöðuloftinu sem er í fjósinu og Íshlöðunni. Snæbjörn er frá Efstadal en Björg er Njarðvíkingur. „Ég kom hingað í Laugardalinn fyrir 30 árum en við tókum við búskapnum í Efstadal árið 1991.

Núna eru börnin tekin við rekstrinum og við hjónin orðin hrossabændur og erum að byggja okkur bústað á jörðinni. Við kúpluðum okkur út úr öllum rekstri fyrir ári og erum að sinna okkar hugðarefnum, sem við höfðum ekki haft tíma til að sinna almennilega.“ Auk hrossaræktunarinnar spilar Björg á harmoniku. „Ég hef verið að æfa með Harmonikkufélagi Selfyssinga og Árnesinga, en náði ekki að spila á tónleikum með þeim í vetur. því miður fyrir mig allavega.“

Björg og Snæbjörn eiga fimm börn saman, Björg átti tvö frá fyrra sambandi og Snæbjörn eitt. Þau eru Halla Rós, Sólrún Birna, Sölvi, Guðrún Karítas og Linda Dögg, en fjögur þeirra sjá um reksturinn í Efstadal. Barnabörnin eru orðin ellefu.

„Stefnan er að taka bíltúr á Langjökul í dag í tilefni dagsins ef veður leyfir og borða svo góðan kvöldmat með fjölskyldunni.“