Rútuslys Á Snæfellsnesi í fyrrahaust. Björgunarsveitin í Ólafsvík fór á vettvang og veitti slösuðu fólkinu nauðsynlega hjálp á vettvangi uns frekari bjargir bárust.
Rútuslys Á Snæfellsnesi í fyrrahaust. Björgunarsveitin í Ólafsvík fór á vettvang og veitti slösuðu fólkinu nauðsynlega hjálp á vettvangi uns frekari bjargir bárust.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ein þeirra björgunarsveita sem fengu hóplysakerru var Lífsbjörg í Snæfellsbæ og telja liðsmenn hennar að búnaðurinn muni nýtast þeim vel. „Seint á síðasta ári varð rútuslys í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi og þangað fórum við á vettvang.

Ein þeirra björgunarsveita sem fengu hóplysakerru var Lífsbjörg í Snæfellsbæ og telja liðsmenn hennar að búnaðurinn muni nýtast þeim vel. „Seint á síðasta ári varð rútuslys í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi og þangað fórum við á vettvang. Þá fengum við rútu og þar komust farþegarnir 15 í skjól meðan beðið var eftir frekari aðstoð og flutningi á brott. Við þær aðstæður til dæmis hefði komið sér vel að vera með tjald,“ segir Viðar P. Hafsteinsson sem er í forystu sveitarinnar.

„Hér áður tengdust verkefni björgunarsveita á Snæfellsnesi gjarnan sjónum. Til dæmis kom bylgja verkefna fyrstu árin sem strandveiðar voru stundaðar, og þá voru þetta jafnvel nokkur útköll á dag. Nú eru slík verkefni fátíð, sem þakka má m.a. góðri fræðslu sem fólk fær í Slysavarnaskóla sjómanna. Hins vegar er eins og slys sem tengjast fjölgun ferðamanna hafi komið í staðinn og þar viljum við auðvitað standa okkar plikt eins og í öðrum verkefnum, sem eru hvert öðru ólíkari,“ segir Viðar.