Garðabær Lára Kristín Pedersen og Kristín Erna Sigurlásdóttir í baráttunni.
Garðabær Lára Kristín Pedersen og Kristín Erna Sigurlásdóttir í baráttunni. — Morgunblaðið/Valli
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Garðabæ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Stjarnan tók á móti ÍBV í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær en leiknum lauk með 2:2 jafntefli í skemmtilegum knattspyrnuleik.

Í Garðabæ

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Stjarnan tók á móti ÍBV í sjöttu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær en leiknum lauk með 2:2 jafntefli í skemmtilegum knattspyrnuleik. Liðin eru nú 8 og 11 stigum á eftir toppliði Breiðabliks, sem er of mikið í stuttu móti. Ég fullyrði það hér með að bæði lið hafi stimplað sig út úr titilbaráttunni í gær.

Eyjakonur voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Stjarnan ógnaði meira í þeim síðari. ÍBV var í raun með unninn leik í höndunum þegar Telma Hjaltalín kom inn á sem varamaður á 68. mínútu og hún breytti gangi leiksins. Það kom því fáum á óvart að hún skyldi jafna metin fyrir Stjörnuna á 81. mínútu og tryggja liðinu jafntefli.

Bæði lið ætluðu sér eflaust stærri hluti í sumar en raun ber vitni. 10 stig í Garðabænum eftir 6 leiki eru einfaldlega léleg uppskera. Sóknarleikur liðsins er of hægur og það lendir þess vegna í vandræðum gegn toppliðum deildarinnar. Þá gengur því illa að klára færin sín, sem kann ekki góðri lukku að stýra.

Í liði Eyjakvenna hélt Emily Armstrong uppteknum hætti og hélt áfram að gefa mörk í gær. Þú getur ekki leyft þér að vera með svona markmann ef þú ætlar þér að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Sjö stig eftir fyrstu sex leikina er afleit uppskera hjá Eyjakonum, sem ætluðu sér að berjast á toppi deildarinnar í sumar.