Truflaður Dan Stevens leikur David í þáttunum Legion.
Truflaður Dan Stevens leikur David í þáttunum Legion. — AFP
Þættirnir Legion taka skemmtilega nálgun á ofurhetjuæðið. Í stað þess að hetjan sé skínandi fyrirmynd eins og Ofurmenið eða fýld andhetja eins og Leðurblökumaðurinn byrjar aðalpersónan, David, sem sjúklingur á geðdeild.

Þættirnir Legion taka skemmtilega nálgun á ofurhetjuæðið. Í stað þess að hetjan sé skínandi fyrirmynd eins og Ofurmenið eða fýld andhetja eins og Leðurblökumaðurinn byrjar aðalpersónan, David, sem sjúklingur á geðdeild.

Þættirnir eiga sér stað í X-Men- heiminum en tengjast honum svo gott sem ekkert. David býr yfir gífurlegum yfirnáttúrlegum hæfileikum á borð við hugsana- og fjarflutning en glímir við sálrænar raskanir sem gera honum, og áhorfandanum, erfitt að ákvarða hvað er raunverulegt og hvað ekki. Óáreiðanlegur sögumaðurinn heldur manni við efnið og hætturnar sem David tekst á við eru spennandi, hvort sem þær eru veraldlegar eða andlegar.

Noah Hawley, höfundur þáttanna, er best þekktur fyrir hina vinsælu þáttaröð Fargo sem þótti fanga andrúmsloft kvikmyndarinnar vel. Í Fargo gat Hawley oft sett upp fjarstæðukennda atburðarás en í Legion er öllum höftum sleppt og hugmyndafluginu gefinn laus taumurinn. Ég mæli með þáttunum Legion fyrir þá sem njóta þess að horfa á myrk sálaröfl kveðin niður í dansatriði.

Arnar Tómas Valgeirsson

Höf.: Arnar Tómas Valgeirsson