Skógræktarfélag Íslands stendur fyrir útivistar- og fjölskyldudegi í skógum landsins nk. laugardag undir yfirskriftinni Líf í lundi. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í 18 skógum um allt land.
Meðal viðburða má nefna fullveldisgróðursetningu í Sandahlíð, austan Vífilsstaðavatns. Þar mun frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, mæta en fyrir um 30 árum hóf hún gróðursetningu í Smalaholtinu í næsta nágrenni við Sandahlíð. Í Smalaholtinu má rekja upphaf verkefnisins Landgræðsluskógar frá árinu 1990.
Nánari upplýsingar um dagskrána á laugardag eru á skogargatt.is.