Rauða skáldahúsið heldur í kvöld fimmtu sýningu sína, en hópurinn fagnar nú eins árs afmæli. Fer sýningin fram í Iðnó frá kl. 20-23.
Rauða skáldahúsið er blanda af ljóðakvöldi, leikhúsi og kabarett, þar sem ljóðskáld selja gestum einkalestra í náinni umgjörð.
Þema sýningarinnar er Draumur á Jónsmessunótt og verða tvö aðalskáld að þessu sinni; Hallgrímur Helgason sem les upp úr þýðingum sínum á Shakespeare og austurríska skáldið Cornelia Travnicek sem fer með ljóð á þýsku sem verða líka flutt í enskri þýðingu Meg Matich. Einnig verður boðið upp á lifandi tónlist, dans, burlesque, sirkusatriði, töfrabrögð og tarot-spá. Svo verður barinn vitaskuld opinn.