Spjall Alfreð og Hannes á fréttamannafundinum í gær.
Spjall Alfreð og Hannes á fréttamannafundinum í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Víðir Sigurðsson í Volgograd Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmenn í knattspyrnu, viðurkenna báðir að leikurinn gegn Argentínu síðasta laugardag og aðkoma þeirra að honum verði þeim eflaust ofarlega í huga alla tíð.

Víðir Sigurðsson

í Volgograd

Alfreð Finnbogason og Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmenn í knattspyrnu, viðurkenna báðir að leikurinn gegn Argentínu síðasta laugardag og aðkoma þeirra að honum verði þeim eflaust ofarlega í huga alla tíð.

Alfreð skoraði þar fyrsta mark Íslands í lokakeppni heimsmeistaramóts þegar hann jafnaði metin í 1:1 og Hannes kom í veg fyrir að Argentínumenn tryggðu sér sigur þegar hann varði vítaspyrnu í seinni hálfleiknum.

Á fréttamannafundi í Kabardinka í gær, áður en liðið hélt af stað til Volgograd, sagði Hannes meðal annars: „Auðvitað voru þarna stór augnablik og eitthvað sem við munum aldrei gleyma, en þetta snýst um að leggja það til hliðar núna og einbeita okkur að næsta leik.“ Alfreð tók undir það og sagði:

„Þetta er stærsta svið sem hægt er að vera á í fótbolta og eitthvað sem mun fylgja okkur sem leikmönnum eftir mótið,“ sagði Alfreð.

Hannes hefur í kjölfarið verið orðaður við mögulega brottför frá danska liðinu Randers og sagði Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari landsliðsins, m.a. við mbl.is í vikunni að hann gæti hæglega komist til sterkara liðs. „Ég er ekkert að velta mér upp úr því og er ánægður með þann stað sem ég er á,“ sagði Hannes á fréttamannafundinum.