Viktor Orbán
Viktor Orbán
Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem gera það refsivert að hjálpa ólöglegum innflytjendum að sækja um hæli í landinu. Frá þessu er sagt á vefsíðu The Guardian.
Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem gera það refsivert að hjálpa ólöglegum innflytjendum að sækja um hæli í landinu. Frá þessu er sagt á vefsíðu The Guardian. Lögin ganga undir nafninu „Stöðvum Soros“ og er þar vísað til bandarísk-ungverska auðjöfursins George Soros, sem hefur oft verið skotspónn Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Orbán hefur sakað Soros um að standa á bak við innflutning fjölda manns til Evrópu í því skyni að grafa undan stöðugleika álfunnar. Lögunum sé ætlað að koma í veg fyrir skipulagningu ólöglegs innflutnings til landsins. Talið er að um 3.555 flóttamenn búi í Ungverjalandi, sem telur alls um tíu milljónir íbúa. 342 hælisleitendur hafa verið skráðir á fyrstu fjórum mánuðum ársins og 279 hafa hlotið samþykki.