Heitt Eldarnir eru að slokkna.
Heitt Eldarnir eru að slokkna.
Svo virðist sem að eldunum sem hafa geisað í Svíþjóð undanfarna daga sé að slota. Frá þessu er sagt á fréttavef AFP .

Svo virðist sem að eldunum sem hafa geisað í Svíþjóð undanfarna daga sé að slota. Frá þessu er sagt á fréttavef AFP . Sænsk stjórnvöld tilkynntu þetta í gær og franskir, ítalskir og þýskir slökkviliðsmenn sem komu til Svíþjóðar til að aðstoða við slökkvistörfin eru smám saman byrjaðir að halda heim.

Hjálparsveitir frá þessum löndum komu að beiðni sænskra stjórnvalda til landsins auk slökkviliðsmanna frá Noregi, Danmörku og Póllandi þar sem hitinn í sumar hefur verið miklu hærri en vant er í Svíþjóð og sænskir slökkviliðsmenn því illa í stakk búnir til að kljást við eldana.

Ekki hefur verið tilkynnt um nein dauðsföll vegna skógareldanna.