Kjöt Umbúðir matvöru hér á landi hafa breyst töluvert síðustu ár.
Kjöt Umbúðir matvöru hér á landi hafa breyst töluvert síðustu ár. — Morgunblaðið/Golli
Dregið hefur verulega úr notkun plasts í umbúðir um vörur kjöt- og grænmetisbænda síðustu ár og ráðgert er að þróunin muni halda áfram á næstu árum.

Dregið hefur verulega úr notkun plasts í umbúðir um vörur kjöt- og grænmetisbænda síðustu ár og ráðgert er að þróunin muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Ferskum kjötvörum, kjötvörukeðju Haga, hafa nýjustu aðgerðir fyrirtækisins minnkað plastnotkun í tengslum við vörur kjötbænda um þrjátíu tonn á ári. Í kjölfarið hefur flutningskostnaður fyrirtækisins lækkað talsvert en nú flytur fyrirtækið inn einn gám af plasti í stað tólf líkt og það gerði fyrir breytingar.

Sambærilegar aðgerðir hafa verið í gangi hjá Íslensku grænmeti, sölufélagi garðyrkjumanna, en þar hefur tekist að minnka plastnotkun um 60% síðustu ár. Þá eru frekari aðgerðir í bígerð en að sögn Kristínar Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra hjá Íslensku grænmeti, verða umbúðir fyrirtækisins gerðar úr jarðgeranlegu efni. „Við höfum verið að skipta út umbúðum hjá okkur og munum hægt og rólega færa okkur yfir í pakkningar úr jarðgeranlegu efni. Umbúðirnar verða sérstaklega merktar og munu jarðgerast þegar þeim hefur verið fleygt,“ segir Kristín. 18