Skúli Helgason
Skúli Helgason
„Það er svolítið langt síðan það var tekin ákvörðun um að bjóða ókeypis námsgögn. Það var gert í fyrra. Svo var ákveðið að fara í útboð til að fá hagstæðasta verðið,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.

„Það er svolítið langt síðan það var tekin ákvörðun um að bjóða ókeypis námsgögn. Það var gert í fyrra. Svo var ákveðið að fara í útboð til að fá hagstæðasta verðið,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.

Ráðið ákvað að ganga til samninga við A4 um kaup á ritföngum fyrir alla nemendur grunnskóla Reykjavíkur fyrir skólaárið 2018-2019. Samningurinn var undirritaður í kjölfar útboðsferlis þar sem gerðar voru kröfur um gæði og gott verð eftir því sem fram kemur í fréttatilkynningu A4.

Er þetta í fyrsta skiptið sem borgin kaupir ritföng fyrir nemendur grunnskóla. „Þetta á við um þessi prívat námsgögn sem hver og einn nemandi hefur þurft að koma með sjálfur. Svona fyrir utan venjulegar bækur,“ sagði Skúli í samtali við Mbl.is.