Guðlaugur Gíslason fæddist á Stafnesi í Miðneshreppi 1.8. 1908. Foreldrar hans voru Gísli Geirmundsson, útvegsb. á Stafnesi og síðar í Vestmannaeyjum, og k.h., Jakobína Hafliðadóttir húsfreyja.

Guðlaugur Gíslason fæddist á Stafnesi í Miðneshreppi 1.8. 1908. Foreldrar hans voru Gísli Geirmundsson, útvegsb. á Stafnesi og síðar í Vestmannaeyjum, og k.h., Jakobína Hafliðadóttir húsfreyja.

Systkini Guðlaugs voru Hafliði, rafvirkjameistari í Reykjavík; Sigríður Júlíana, húsfreyja í Reykjavík, og Jóhannes Gunnar, fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum.

Eiginkona Guðlaugs var Sigurlaug Jónsdóttir, og börn þeirra Dóra, bóksali Eyjum; Jakobína, skrifstofumaður þar; Ingibjörg Rannveig, var skipulagsfræðingur við Borgarskipulagið í Reykjavík;

Gísli Geir, forstjóri Tangans í Eyjum; Anna Þuríður, var fulltrúi hjá Landsbankanum í Reykjavík, og Jón Haukur forstöðumaður.

Guðlaugur flutti til Vestmannaeyja með foreldrum sínum 1913 og átti heima þar síðan, lauk námi í unglingaskóla og hóf nám í vélsmíði hjá Hafnarsjóði Vestmannaeyja.

Hann vann á skrifstofu hjá Gísla J. Johnsen 1925-30, lauk prófi frá Kaupmannaskólanum í Höfn l931, var kaupmaður í Eyjum 1932-34, bæjargjaldkeri þar 1935-37, framkvæmdasrjóri verslunar Neytendafélags Vestmannaeyja 1938-42, stofnaði, ásamt öðrum, útgerðarfélögin Sæfell og Fell og var framkvæmdastjóri þeirra 1942-48.

Guðlaugur var umdeildur pólitíkus en jafnframt einn sá vinsælasti í sögu Vestmannaeyja. Hann var kaupmaður 1948-54, bæjarfulltrúi í Eyjum fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1938-46 og 1950-74, bæjarstjóri þar 1954-66 eða lengur en nokkur annar þar til Elliði Vignisson náði jafnmörgum árum fyrir skemmstu, og var þingmaður Vestmannaeyja og síðar Suðurlands 1959-78 og sat í bankaráði Útvegsbankans, fiskveiðilaganefnd og stjórn Viðlagasjóðs.

Guðlaugur skráði æviminningar sínar og ýmsan fróðleik um Vestmannaeyjar og komu út um þau efni þrjár bækur.

Guðlaugur lést 6.3. 1992.