Aðstoð Enginn slasaðist.
Aðstoð Enginn slasaðist. — Morgunblaðið/Ómar
Björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var kölluð út síðdegis í gær eftir að smábáturinn Glaður SH-46 strandaði á Breiðafirði. Tveir menn voru í bátnum, sem hafði verið á grásleppuveiðum, og amaði ekkert að þeim er björgunarmenn komu á...

Björgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var kölluð út síðdegis í gær eftir að smábáturinn Glaður SH-46 strandaði á Breiðafirði.

Tveir menn voru í bátnum, sem hafði verið á grásleppuveiðum, og amaði ekkert að þeim er björgunarmenn komu á staðinn. Talið er að stýri og skrúfa bátsins hafi skemmst við strandið, að sögn Einars Þórs Strand, björgunarsveitarmanns í Stykkishólmi.

Veður var með besta móti á slysstað og var báturinn dreginn til hafnar um hálfsjöleytið í gærkvöldi. Hafði þá tekið að flæða aftur að, en mikill munur er á flóði og fjöru í Breiðafirði. Ekki er vitað nánar um skemmdir á bátnum.

ernayr@mbl.is