Upplit þýðir m.a. augnatillit eða andlitssvipur . Upplitsdjarfur er sá „sem þorir að horfast í augu við aðra“ (ÍO), er ófeiminn . „Ven þú barn þitt á að vera upplitsdjarft og einurðargott“ segir í gömlum uppeldisráðum.
Upplit þýðir m.a. augnatillit eða andlitssvipur . Upplitsdjarfur er sá „sem þorir að horfast í augu við aðra“ (ÍO), er ófeiminn . „Ven þú barn þitt á að vera upplitsdjarft og einurðargott“ segir í gömlum uppeldisráðum. Orðið verður því ekki notað um þann sem er glaðlegur á svip, hress í bragði o.þ.h.