Þjóðgarður Fátt jafnast á við haustlitadýrðina á Þingvöllum.
Þjóðgarður Fátt jafnast á við haustlitadýrðina á Þingvöllum. — Morgunblaðið/Ómar
Þegar ég var mun yngri fórum við hjónin oft til Þingvalla með unga dóttur okkar og tókum þá rútu austur. Höfðum með okkur nesti og komum til baka að kvöldi með rútu. Þá voru fastar ferðir og engin vandamál.

Þegar ég var mun yngri fórum við hjónin oft til Þingvalla með unga dóttur okkar og tókum þá rútu austur. Höfðum með okkur nesti og komum til baka að kvöldi með rútu. Þá voru fastar ferðir og engin vandamál.

Nú er ég kominn á níræðisaldur og hættur að keyra bifreið. Ég sendi tölvupóst á BSÍ og Kynnisferðir og hringdi í marga. Eina svarið sem ég fékk var frá Kynnisferðum, þar sem okkur var bent á að fara í ferð sem heitir „Gullni þríhyrningurinn“ og þá færum við á Gullfoss, Geysi og Þingvelli og fararstjóri fræddi okkur á leiðinni. Þetta myndi ekki kosta okkur nema rúmar 15.000 kr. fyrir okkur bæði.

Eldra fólk, sem aðeins hefur ellilífeyri til ráðstöfunar, getur ekki veitt sér slíkan lúxus. Getur einhver frætt okkur um hvort aðrar leiðir séu færar?

Bestu þakkir.

Magni R. Magnússon og

Steinunn Guðlaugsdóttir.